Innlent

Strandsiglingum að ljúka

Mánafoss er nú í sögulegri siglingu umhverfis landið því þegar skipið kemur til Reykjavíkur á morgun leggjast strandsiglingar umhverfis landið af og flutningabílar taka við flutningunum. Skipið, sem hefur siglt til ellefu hafna á landinu, er nú á leið frá Eskifirði til Vestmannaeyja og sagði Steinar Magnússon skipstjóri í viðtali við fréttastofuna í morgun að það væri greinilegt á heimamönnum að þeir söknuðu þeirra því hvarvetna hafi þeim verið haldnar veislur og kaffiboð í síðustu viðkomunni. Skipverjar séu því bæði vel haldnir og þakklátir. Strax og búið verður að losa skipið í Reykjavík verður því siglt út og skilað til eigenda. Tveimur stýrimönnum hefur verið sagt upp en aðrir úr áhöfninni dreifast á önnur skip félagsins. Strandsiglingar eru þó ekki alveg úr sögunni því flutningaskipið Jaxlinn heldur uppi siglingum á milli Hafnarfjarðar og Vestfjarðahafna tvisvar í viku. Einar Einarsson, skipstjóri á Jaxlinum, sagði í morgun að engin áform væru um að sigla á fleiri hafnir eftir að Eimskip hættir. Menn einbeittu sér að því, fyrst að minnsta kosti, að byggja upp þessa þjónustu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×