Innlent

Herdís prófessor

Háskólastjórn Viðskiptaháskólans á Bifröst hefur skipað Dr. jur. Herdísi Þorgeirsdóttur í stöðu prófessors við lagadeild skólans að undangengnu hæfnismati dómnefndar, samkvæmt reglugerð skólans. Herdís starfar að þróun jafnréttislöggjafar í hópi sérfræðinga fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hún hefur unnið fjölda álitsgerða fyrir Evrópuráðið á vettvangi stjórnskipunar og mannréttinda. Hún hefur starfað við lagadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst síðan 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×