Innlent

Umferðarþing vill mislæg gatnamót

Umferðarþing sem fram fór um helgina skoraði á borgaryfirvöld í Reykjavík að beita sér fyrir því að sem fyrst verði ráðist í byggingu mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Umferðarstofa og samgönguráðuneytið standa að þinginu þar sem fjallað er um umferðaröryggismál. Í tillögunni sagði að um gatnamótin færu um 85.000 bílar á sólarhring og að þau séu mestu slysagatnamót landsins. Talið sé að vel hönnuð mislæg gatnamót geti fækkað slysum á þessum stað um 80% - 90%.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×