Innlent

Áratugur Íslendinganna

Breska stórblaðið The Sunday Times fjallar ítarlega um íslensku innrásina í breskt viðskiptalíf, í blaði sínu í dag. Þar segir að á áttunda áratugnum hafi arabískir kaupsýslumenn gert sig mjög gildandi í Bretlandi, næsta áratug á eftir hafi það verið japanskir og svo auðvitað bandarískir alltaf á ferðinni. Nú séu það hins vegar íslenskir víkingar sem séu mest áberandi. Sá munur sé þó á íslensku innrásinni og þeim arabísku og japönsku, að þessir seinni tíma víkingar komi frá fámennu landi þar sem þjóðarframleiðslan sé minni en hálfs árs sala í verslanakeðjunni Sainsburys. Rætt er við og um helstu kaupsýslumennina og í niðurlaginu segir að íslensku kaupsýslumennirnir séu ekkert að flækja málin um of fyrir sér og nálgist viðfangsefnin af ákveðni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×