Reykskynjara á hvert heimili 27. nóvember 2004 07:00 Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) stendur nú sem hæst en það hófst laugardaginn 20. nóvember með útgáfu forvarnablaðsins Slökkviliðsmaðurinn. Blaðinu er dreift í 70 þúsund eintökum um land allt en í því eru meðal annars ítarlegar leiðbeiningar um eldvarnir heimilanna. Mánudaginn 22. nóvember hefja slökkviliðsmenn heimsóknir sínar í 3. bekk grunnskólanna, fræða börnin um eldvarnir og bjóða þeim að taka þátt í Eldvarnagetrauninni. Vernharð Guðnason, formaður LSS, segir markmið átaksins að hvetja almenning til aðgerða í eldvörnum heimilanna til að draga úr líkum á tjóni á lífi og eignum vegna eldsvoða. Hann segir að reykskynjarar séu mikilvægasta forvörnin og þeir eigi fortakslaust að vera á hverju heimili í landinu. "Reykskynjarar eru einföld og ódýr aðgerð til að tryggja að fólk fái viðvörun og nái að forða sér í tæka tíð þegar eldur kemur upp. Við biðjum fólk hins vegar að muna að reykskynjara þarf að prófa mánaðarlega, skipta þarf um rafhlöðu árlega og reykskynjarann sjálfan ekki sjaldnar en á tíu ára fresti. Við höfum því miður dæmi um að reykskynjarar hafi ekki komið að gagni vegna þess að þetta var vanrækt," segir Vernharð.Til mikils að vinnaAð jafnaði farast um tveir einstaklingar í eldsvoðum hérlendis á ári hverju. Eldsvoðar valda árlega eignatjóni uppá um einn og hálfan milljarð króna. Reynslan sýnir að líkur á eldsvoðum aukast talsvert á aðventunni vegna mikillar notkunar rafmagns og kertaljósa. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn leggja því áherslu á að allir tileinki sér grunnatriði eldvarna: · Aðvörun. Að virkir reykskynjarar, einn eða fleiri, séu á öllum heimilum til að tryggja að fólk verði strax vart við eld og reyk, nái að koma sér út og kalla eftir hjálp slökkviliðs í síma 1 1 2. · Flótti. Að rýmingarleiðir séu tryggðar og allir viti hvernig þeir eigi að yfirgefa brennandi hús. · Slökkvibúnaður. Að handslökkvitæki og eldvarnateppi séu á hverju heimili, fólk staðsetji búnaðinn rétt og kunni að nota hann. Einnig má nefna sjálfvirkan slökkvibúnað fyrir heimilistæki. · Þekkja hætturnar. Að fólk geri sér grein fyrir helstu orsökum eldsvoða og kunni að forðast hætturnar. · Tryggingar. Mikilvægt er að allir tryggi innbú sitt gegn hugsanlegu tjóni vegna eldsvoða. Slökkviliðsmenn heimsækja grunnskólana – Eldvarnagetraunin 2004 Mikilvægur liður í átakinu er að slökkviliðsmenn heimsækja 3. bekk grunnskólanna í landinu dagana 22.-26. nóvember, gefa nemendum fræðsluefni um eldvarnir og bjóða þeim að taka þátt í Eldvarnagetrauninni 2004. Reynslan sýnir að börn eru mjög móttækileg fyrir fræðslu um eldvarnir og eru líkleg til þess að hafa áhrif á þær heimafyrir. Að átakinu loknu verður dregið úr réttum lausnum í Eldvarnagetrauninni og vegleg verðlaun afhent.SlökkviliðsmaðurinnForvarnablað LSS, Slökkviliðsmaðurinn, er gefið út í 70 þúsund eintökum og dreift um allt land. Í blaðinu er að finna góð ráð um eldvarnir heimilanna og er fólk hvatt til þess að hafa blaðið til taks á heimilinu. Fjallað er um mikilvægi reykskynjara, mismunandi gerðir þeirra, viðhald og rétta staðsetningu. Leiðbeint er um gerð flóttaáætlana, fjallað um slökkvibúnað, helstu orsakir eldsvoða og fleira. Í blaðinu er einnig athyglivert viðtal við fólk sem hefur lent í þeirri skelfilegu reynslu að missa eigur sínar í eldsvoða. Innlent Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) stendur nú sem hæst en það hófst laugardaginn 20. nóvember með útgáfu forvarnablaðsins Slökkviliðsmaðurinn. Blaðinu er dreift í 70 þúsund eintökum um land allt en í því eru meðal annars ítarlegar leiðbeiningar um eldvarnir heimilanna. Mánudaginn 22. nóvember hefja slökkviliðsmenn heimsóknir sínar í 3. bekk grunnskólanna, fræða börnin um eldvarnir og bjóða þeim að taka þátt í Eldvarnagetrauninni. Vernharð Guðnason, formaður LSS, segir markmið átaksins að hvetja almenning til aðgerða í eldvörnum heimilanna til að draga úr líkum á tjóni á lífi og eignum vegna eldsvoða. Hann segir að reykskynjarar séu mikilvægasta forvörnin og þeir eigi fortakslaust að vera á hverju heimili í landinu. "Reykskynjarar eru einföld og ódýr aðgerð til að tryggja að fólk fái viðvörun og nái að forða sér í tæka tíð þegar eldur kemur upp. Við biðjum fólk hins vegar að muna að reykskynjara þarf að prófa mánaðarlega, skipta þarf um rafhlöðu árlega og reykskynjarann sjálfan ekki sjaldnar en á tíu ára fresti. Við höfum því miður dæmi um að reykskynjarar hafi ekki komið að gagni vegna þess að þetta var vanrækt," segir Vernharð.Til mikils að vinnaAð jafnaði farast um tveir einstaklingar í eldsvoðum hérlendis á ári hverju. Eldsvoðar valda árlega eignatjóni uppá um einn og hálfan milljarð króna. Reynslan sýnir að líkur á eldsvoðum aukast talsvert á aðventunni vegna mikillar notkunar rafmagns og kertaljósa. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn leggja því áherslu á að allir tileinki sér grunnatriði eldvarna: · Aðvörun. Að virkir reykskynjarar, einn eða fleiri, séu á öllum heimilum til að tryggja að fólk verði strax vart við eld og reyk, nái að koma sér út og kalla eftir hjálp slökkviliðs í síma 1 1 2. · Flótti. Að rýmingarleiðir séu tryggðar og allir viti hvernig þeir eigi að yfirgefa brennandi hús. · Slökkvibúnaður. Að handslökkvitæki og eldvarnateppi séu á hverju heimili, fólk staðsetji búnaðinn rétt og kunni að nota hann. Einnig má nefna sjálfvirkan slökkvibúnað fyrir heimilistæki. · Þekkja hætturnar. Að fólk geri sér grein fyrir helstu orsökum eldsvoða og kunni að forðast hætturnar. · Tryggingar. Mikilvægt er að allir tryggi innbú sitt gegn hugsanlegu tjóni vegna eldsvoða. Slökkviliðsmenn heimsækja grunnskólana – Eldvarnagetraunin 2004 Mikilvægur liður í átakinu er að slökkviliðsmenn heimsækja 3. bekk grunnskólanna í landinu dagana 22.-26. nóvember, gefa nemendum fræðsluefni um eldvarnir og bjóða þeim að taka þátt í Eldvarnagetrauninni 2004. Reynslan sýnir að börn eru mjög móttækileg fyrir fræðslu um eldvarnir og eru líkleg til þess að hafa áhrif á þær heimafyrir. Að átakinu loknu verður dregið úr réttum lausnum í Eldvarnagetrauninni og vegleg verðlaun afhent.SlökkviliðsmaðurinnForvarnablað LSS, Slökkviliðsmaðurinn, er gefið út í 70 þúsund eintökum og dreift um allt land. Í blaðinu er að finna góð ráð um eldvarnir heimilanna og er fólk hvatt til þess að hafa blaðið til taks á heimilinu. Fjallað er um mikilvægi reykskynjara, mismunandi gerðir þeirra, viðhald og rétta staðsetningu. Leiðbeint er um gerð flóttaáætlana, fjallað um slökkvibúnað, helstu orsakir eldsvoða og fleira. Í blaðinu er einnig athyglivert viðtal við fólk sem hefur lent í þeirri skelfilegu reynslu að missa eigur sínar í eldsvoða.
Innlent Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira