Erlent

Hart barist í Falluja

Það verður mjög harður bardagi um Falluja næstu dagana, sagði yfirmaður landhers Bandaríkjamanna. Hann vildi ekki segja hversu margir bandarískir hermenn hafi fallið þessa tvo daga sem bardagarnir hafa geisað, en ýjaði að því að þeir væru ekki margir. Hann vildi heldur ekki gefa upp hversu margir vígamenn hefðu fallið, einungis að verulegur fjöldi þeirra hafi særst eða fallið. Hann sagði jafnframt að bandarískir hermenn væru nokkuð á undan áætlun við að ná borginni á sitt vald. Talið er að sá maður sem helst er leitast við að ná í Írak, Abu Musab al-Zarqawi, hafi flúið borgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×