Erlent

Þeim fjölgar sem fá hæli

Flest lönd eru farin að veita álíka mörgum flóttamönnum hæli nú eins og þau gerðu fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Í kjölfarið var dregið verulega úr hælisveitingum samhliða því að öryggisráðstafanir voru auknar en Volker Turk hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að sú þróun hafi snúist við. Fyrir 11. september 2001 hjálpaði Flóttamannastofnunin 30 þúsund flóttamönnum árlega við að fá hæli. Eftir hryðjuverkaárásirnar féll þetta niður í 15 til 20 þúsund manns 2002 og 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×