Innlent

Nefndarskipan gagnrýnd

Til hvassra orðaskipta kom á Alþingi í gær á milli fjármálaráðherra og þingmanna Samfylkingarinnar. Tilefnið var athugasemd Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns flokksins um störf þingsins. Þar gagnrýndi hún harðlega að ekki hefði verið farið eftir jafnréttisáætluninni þegar engin kona var skipuð fjögurra manna framkvæmdanefnd um stofnanakerfi og rekstur verkefna ríkisins "Það jaðrar við hneyksli að skipa eingöngu karlmenn í nefndina". Geir H. Haarde, fjármálaráðherra sagði að athugasemdir Katrínar Júlíusdóttur ættu ekki rétt á sér í umræðum um störf þingsins. Að auki hefði fjármálaráðuneytið staðið sig vel í að uppfylla jafnréttisáætlun. Samfylkingin hefði fátt annað fram að færa en "skvaldur í þingsal og frammíköll." Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu gagnrýndi fjármálaráðherra fyrir að kveinka sér undan gagnrýni enda væri hlutverk Alþingis að veita framkvæmdavaldinu aðhald. ás


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×