Innlent

Íslendingur annar hinna látnu

Tveir menn, Íslendingur og Brasilíumaður, létust og fimm slösuðust í umferðarslysi í Þjórsárdal um klukkan ellefu í morgun. Hinir slösuðu, fjórir Bandaríkjamenn og einn Breti, voru allir fluttir á slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík, þrír með sjúkrabílum og tveir með þyrlu. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi varð slysið með þeim hætti að jeppabifreið valt á þjóðveginum milli Skriðufells og Búrfellsvirkjunar. Í jeppanum voru sjö manns, sex erlendir ferðamenn ásamt Íslendingnum sem ók bílnum, og var hópurinn á leið í Landmannalaugar. Tveir sjúkrabílar og tveir lögreglubílar fóru á vettvang, sem og þyrla Landhelgisgæslunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×