Innlent

Nóbelsverðlaunahafi til Akureyrar

MYND/Vísir
Íranski mannréttindafrömuðurinn Shirin Ebadi, núverandi handhafi friðarverðlauna Nóbels, verður í næsta mánuði sæmd heiðursdoktorsnafnbót við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Að sögn Ágústs Þórs Árnasonar, hjá HA, þá þótti skólanum það vel við hæfi að fá Ebadi til að setja svip sinn á deildina fyrst mannréttindi og mannúðarmál eru þar í öndvegi. Mannréttindaskrifstofa Noregs, norska sendiráðið í Tehran og íslenska utanríkisráðuneytið veittu hjálp við að koma á tengslum við Edabi en mikil samkeppni er á meðal háskóla um slíkt.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×