Innlent

Réðust átta á Friðrik Þór

Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri, varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Ölstofu Kormáks og Skjaldar á föstudagskvöld. Friðrik segir átta manna hóp af misyndismönnum hafa komið á staðinn eftir að fyrrum eiganda Steypustöðvarinnar, hafði verið hent þaðan út fyrir læti. Sá hafi hringt út sveit manna sem síðan hafi barið sig. "Ég var eitthvað að munnhöggvast við Jón Ólafsson, fyrrum steypustöðvareigenda, sem lét öllum illum látum og var í kjölfarið hent út. Hann taldi sig eiga eitthvað sökótt við mann sem var þarna inni og hringdi út þessa menn sem komu," segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri í samtali við DV í dag þar sem nánar er sagt frá atburðinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×