Innlent

Sluppu frá aurskriðum

Nokkrir flúðu inn í svokallaða vegskála vegna aurskriða í Óshlíð milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur upp úr klukkan hálf átta í gærkvöld. Rigning og hvassviðri var á Ísafirði í allan gærdag. Fólk á tveimur bílum varð vart við skriðurnar og náði að flýja inn í vegskálana sem til þess eru fallnir að leita skjóls í í skriðum og flóðum. Aurskriðurnar lokuðu vegskálunum og komst fólkið ekki út án hjálpar. Var bæði hringt í lögregluna á Ísafirði úr farsíma og neyðarsíma í skálanum. Fólkið komst út eftir tæpan klukkutíma þegar vegagerðin hafði mokað það út.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×