Innlent

Yfirheyrður í gær

Ekki liggur fyrir játning manns sem lögreglan á Höfn í Hornafirði yfirheyrði í gær vegna innbrots og skemmdarverka í safnahúsi Austur-Skaftfellinga um síðustu helgi. Yfirheyrslum yfir manninum lauk síðdegis í gær. Að sögn lögreglu er verið að vinna úr gögnum sem aflað var í safnahúsinu og búist við að málið skýrist í næstu viku.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×