Innlent

Íkveikja á Blönduósi

Kveikt var í atvinnuhúsinu sem brann á Blönduósi aðfaranótt þriðjudags. Tæknideild lögreglunnar í Reykjavík rannsakaði brunarústirnar og komst að þessari niðurstöðu. Enginn er grunaður um verkið að svo stöddu og er rannsókn málsins á frumstigi. Talið er að tjón af völdum eldsins nemi ríflega hundrað milljónum króna. Þrjú fyrirtæki voru með starfsemi í þeim hluta hússins sem brann: matvælaverksmiðjan Vilkó, pakkhús kaupfélagsins og Bílaþjónustan. Lögreglan á Blönduósi óskar eftir því að allir sem búi yfir vitneskju um mannaferðir við húsið nóttina sem það brann eða hafi einhverjar upplýsingar um málið hafi samband við lögregluna í síma 455 2666.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×