Kúgaðir í fangelsum 28. september 2004 00:01 Kynferðisglæpamenn hafa löngum verið fyrirlitnir af samföngum sínum, sem gjarnan ráðast á þá með fúkyrðum og jafnvel ofbeldi, að sögn Ara Björns Thorarensen, formanns Fangavarðafélags Íslands. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, sendi fyrir skömmu bréf til fanga þar sem segir að tekið verði á einelti og þeir sem gerist sekir um slíkt megi búast við agaviðurlögum. Ari Björn segir eineltið helst vera í formi fúkyrða sem kölluð eru á eftir mönnum úti við og á fangelsisgöngunum, en hann viti þó um tilfelli þar sem ofbeldi hafi verið beitt. Einnig séu dæmi um að föngum sé boðið að kaupa sér vernd og peningar teknir þannig frá þeim. Valtýr sendi bréf til fanga í íslenskum fangelsum vegna ábendinga og kvartana frá föngum, aðstandendum og lögmönnum vegna eineltis og ofbeldis sem fangar sæta af öðrum föngum. Eineltið beinist mest gegn kynferðisbrotamönnum. Valtýr segir suma þeirra varla treysta sér út úr fangaklefunum og þeir nýti því ekki útivist og íþróttaaðstöðu. Því skjóti skökku við að á sama tíma og fangar beiti sér fyrir bættum aðbúnaði og geri kröfur um aukin réttindi séu fangar sem sýni samföngum sínum vanvirðingu og beiti þá jafnvel andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hann segir stofnunina gera það sem hægt sé til að stöðva eineltið. "Það er óþolandi þegar einstaka fangar sem hafa kannski sjálfir gerst sekir um mjög alvarleg brot eru að setja sig á háan hest gagnvart tilteknum hópi fanga," segir Valtýr. Ari Björn segir fangaverði taka heils hugar undir með Valtý. Erfitt sé að eiga við einelti í fangelsum líkt og í skólum. Samstillt átak allra sem komi að málunum þurfi til að hlutirnir breytist. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Kynferðisglæpamenn hafa löngum verið fyrirlitnir af samföngum sínum, sem gjarnan ráðast á þá með fúkyrðum og jafnvel ofbeldi, að sögn Ara Björns Thorarensen, formanns Fangavarðafélags Íslands. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, sendi fyrir skömmu bréf til fanga þar sem segir að tekið verði á einelti og þeir sem gerist sekir um slíkt megi búast við agaviðurlögum. Ari Björn segir eineltið helst vera í formi fúkyrða sem kölluð eru á eftir mönnum úti við og á fangelsisgöngunum, en hann viti þó um tilfelli þar sem ofbeldi hafi verið beitt. Einnig séu dæmi um að föngum sé boðið að kaupa sér vernd og peningar teknir þannig frá þeim. Valtýr sendi bréf til fanga í íslenskum fangelsum vegna ábendinga og kvartana frá föngum, aðstandendum og lögmönnum vegna eineltis og ofbeldis sem fangar sæta af öðrum föngum. Eineltið beinist mest gegn kynferðisbrotamönnum. Valtýr segir suma þeirra varla treysta sér út úr fangaklefunum og þeir nýti því ekki útivist og íþróttaaðstöðu. Því skjóti skökku við að á sama tíma og fangar beiti sér fyrir bættum aðbúnaði og geri kröfur um aukin réttindi séu fangar sem sýni samföngum sínum vanvirðingu og beiti þá jafnvel andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hann segir stofnunina gera það sem hægt sé til að stöðva eineltið. "Það er óþolandi þegar einstaka fangar sem hafa kannski sjálfir gerst sekir um mjög alvarleg brot eru að setja sig á háan hest gagnvart tilteknum hópi fanga," segir Valtýr. Ari Björn segir fangaverði taka heils hugar undir með Valtý. Erfitt sé að eiga við einelti í fangelsum líkt og í skólum. Samstillt átak allra sem komi að málunum þurfi til að hlutirnir breytist.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira