Menning

Þriðjungur deyr úr hjartakvillum

Sautján milljónir manna deyja ár hvert úr hjartasjúkdómum eða hjartaáföllum. Það er um þriðjungur þeirra sem deyja á ári í heiminum. Þetta kom fram á fundi Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunarinnar sem haldinn var í tilefni alþjóðlega hjartadagsins sem var í gær. Í bók sem gefin var út í tilefni dagsins kemur fram að áttatíu prósent þeirra sem teljast líklegir til að deyja úr hjartasjúkdómum séu úr meðal- eða láglaunahópum. Þá hafa hjartasjúkdómar greinst í auknum mæli í börnum og konum, vegna óheilbrigðra lífshátta, hás blóðþrýstings, offitu, sykursýki, reykinga og lélegs líkamlegs ástands. Of feit börn eru talin þrisvar til fimm sinnum líklegri en önnur börn til að fá hjartaáfall fyrir 65 ára aldur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×