Innlent

Ölvun, hass og haglabyssa

MYND/Vísir
Lögreglan á Akureyri stöðvaði ökumann á 137 kílómetra hraða á ellefta tímanum í gærkvöld við Ytri vík á Ólafsfjarðarvegi á milli Dalvíkur og Akureyrar. Ökumaðurinn sem er á fimmtugsaldri er grunaður um ölvun við akstur. Í bílnum fannst smáræði af hassi, sem og haglabyssa og skotfæri. Hald var lagt á þetta allt saman og var manninum sleppt að lokinni yfirheyrslu og telst málið upplýst. Bíllinn var án númeraplatna en þær voru nýlega klipptar af honum vegna vangoldinna tryggingagjalda. Maðurinn, sem er búsettur á Akureyri, hefur áður komið við sögu lögreglunnar. Akureyrarlögregla hafði afskipti af fjórum ökumönnum til viðbótar í nótt. Einn sextán ára piltur var tekinn réttindalaus á skellinöðru og jafnaldri hans var stöðvaður undir stýri, grunaður um ölvun. Þá var maður sem sviptur hefur verið ökuleyfi stöðvaður undir stýri, grunaður um ölvun við akstur. Þessum þremur var öllum sleppt að lokinni yfirheyrslu. Undir morgun var svo maður á þrítugsaldri stöðvaður, grunaður um ölvun við akstur. Í bíl hans fannst örlítið af hassi og er það mál í vinnslu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×