Innlent

Slæmt mál fyrir spítala

Ekki verður gripið til sérstakra áætlana fyrir rúmlega 4.500 starfsmenn Landspítala-háskólasjúkrahúss fari kennarar í verkfall. Erna Einarsdóttir, sviðsstjóri starfsmannasviðs spítalans, segir að reynt verði að hliðra til vöktum og vinnutíma fólks eftir þörfum. "Verði verkfall er það mjög alvarlegt mál fyrir þennan vinnustað eins og aðra. Við munum ekki setja upp gæslu fyrir börnin en þar sem hægt er geta foreldrar tekið börnin með í vinnuna. Það á auðvitað ekki við um sjúkradeildir. Þar er það ekki hægt."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×