Innlent

Atlantsolíustöð í Reykjavík?

Atlantsolía mun væntanlega opna bensínstöð í Reykjavík innan tíðar eftir að Borgarráð staðfesti skipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir sjálfsafgreiðslustöð við Sprengisand við Bústaðaveg. Atlantsolía var búin að fá fyrirheit um lóðina ef breytingin yrði staðfest. Eins og fram hefur komið hefur bensínverð hjá öllum olíufélögum verið lægst á landinu í Hafnarfirði og í Kópavogi, þar sem Atlantsolía er með sínar stöðvar, en samkvæmt því gæti sjálfsafgreiðslubensín líka farið að lækka í Reykjavík, að minnsta kosti í grennd við Sprengisand.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×