Innlent

Bátur missti vélarafl

Færeyskur línubátur, sem missti vélarafl undan Meðallandssandi á Suðurströndinni undir kvöld í gær og tók að reka til lands, er enn á svipuðum slóðum og eru skipverjar að draga línuna. Þeir létu vita af biluninni en þegar íslenskt skip kom að þeim nokkru síðar var aðstoð afþökkuð og var þá annað færeyskt skip komið á vettvang. Skipverjum tókst að gera við vélina að hluta en hún heldur ekki fullu afli. Afleitt verður er á svæðinu en ekki er vitað til þess að skipið sé í vanda vegna þess.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×