Innlent

Samtök um atferlisgreiningu

Samtök áhugafólks sem vilja efla vöxt og viðgang atferlisgreiningar á Íslandi verða stofnuð í Háskólanum í Reykjavík á morgun. Atferlisgreining er aðferð til að afla þekkingar á hegðun manna og annarra dýra með frum- og nytjarannsóknum, og tækni til að beita þekkingunni sem fengist hefur. Í tilkynningu áhugahópsins segir að slíkri kunnáttu megi beita á öllum sviðum þar sem líklegt er að hún leiði til aukins velfarnaðar og bættra lífskjara en góður árangur hefur meðal annars náðst í meðferð fólks með átröskun og einhverfu. Stofnfundurinn verður haldinn í B-húsi Háskólans í Reykjavík, stofu 331, klukkan 17 á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×