Menning

Iðnaðarmenn í bullandi atvinnu

"Mér finnst ekki ganga nógu vel að fækka atvinnulausu fólki innan skrifstofu- og verslunargeirans og þar gengur enn margt fólk með tölvukunnáttu og reynslu í sölustarfsemi atvinnulaust," segir Jón Baldvinsson hjá Ráðningarþjónustunni á Háaleitisbraut. Þó má sjá nokkur afgreiðslu- og þjónustustörf auglýst á heimasíðu Ráðningarþjónustunnar, www.radning.is Jón segir góðu fréttirnar hins vegar þær að nóg sé að gera í jarðvegs- og byggingarbransanum. "Þar virðist allt vera á fullu og iðnaðarmenn í flestum greinum í bullandi atvinnu um allt land," segir hann. Samkvæmt vef Vinnumálastofnunar fækkaði atvinnulausum í sölu, afgreiðslu og þjónustu um 120 frá maílokum til júníloka, úr 1.602 í 1.482. Júlítölur liggja ekki á lausu enn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×