Innlent

Flugu lágt yfir miðbænum

Nokkuð margir litu upp frá ísnum sínum á Lækjartorgi um klukkan hálf þrjú í gær þegar herþyrla varnarliðsins flaug lágflug yfir miðbæ Reykjavíkur. Þyrlan var svo enn á ferð lágt yfir borginni upp úr klukkan fjögur síðdegis. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, sagði verið að æfa nýja þyrluflugmenn. "Þeir gera aðflug að Borgarspítala og Reykjavíkurflugvelli. Það er alltaf verið að skipta um flugmenn og þeir þurfa að fá að kynna sér aðstæður," sagði hann og taldi ólíklegt að veðurblíðan ætti hlut að máli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×