Innlent

Of blint fyrir blindflug

Kvöldfluginu frá Reykjavík til Egilsstaða síðasta sunnudag var snúið við skammt frá áfangastað vegna þoku sem myndaðist við upphaf hitabylgjunnar sem þá reið yfir. Vélin lenti aftur í Reykjavík um klukkan 10 um kvöldið og farþegunum 48 var svo komið á áfangastað með morgunfluginu daginn eftir. Egilsstaðaflugvöllur er hins vegar alþjóðaflugvöllur, búinn fullkomnum tæknibúnaði til blindflugs. "Þegar búnaðurinn er hvað fullkomnastur, líkt og hér í Reykjavík og á Egilsstöðum, eru tiltekin lágmörk sem miðað er við. Á endanum verður flugmaðurinn jú að sjá brautina," segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar. "Það er ekki hægt að vera í blindflugi alveg þar til maður snertir braut."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×