Innlent

Bæjarráð Kópavogs mótmælir

Bæjarráð Kópavog mótmælir þeirri skoðun sem kemur fram í samþykkt Borgarráðs Reykjavíkur frá 10. ágúst um að eignarhald á Vatnsendakrikum sé umdeilt. Þetta kemur fram í ályktun fundar ráðsins frá því fyrr í dag.  Í ályktuninni segir að óumdeilt sé að Vatnsendi sé í landi Kópavogs og kröfulína ríkisins vegna þjóðlendu liggi mun sunnar en umræddar borholur, en hún liggur úr Húsfelli í vörðubrot við Heiðmerkurgirðingu. Borholurnar liggja á landsspildu (þríhyrndum) sem markast af Heiðmerkurgirðingu í norðri, landamerkjum Garðakirkju í vestri og kröfulínu ríkisins um þjóðlendu í suðri. Borholurnar liggja á svæði sem er viðurkennt af ríkinu sem eignarland Vatnsenda enda eru engar kröfur gerðar af hálfu ríkisins til þess að því er segir í ályktuninni. Af þeim sökum verði eignarréttur á svæðinu ekki tekinn til umfjöllunar hjá óbyggðarnefnd. Bæjarráð harmar að samskipti sveitarfélaganna sé komið í þennan farveg og felur bæjarstjóra að hitta borgarstjórann í Reykjavík og ræða málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×