Innlent

Mismunandi afkoma kúabænda

Mismunur á góðum bændum og búskussum kemur glöggt í ljós þegar skyggnst er í búreikninga kúabúa sem Bændasamtökin taka saman. Þar kemur í ljós að afkoma þerra kúabænda sem leggja sig fram um að fá sem mesta mjólk úr hverri kú er mun betri en þeirra sem fá að meðaltali minna úr hverri kú. En það er ekki bara að góðbóndinn fái meiri tekjur vegna fleiri lítra, heldur kemur fram í skýrslunum að góðbóndinn eyðir aðeins rúmum sjö krónum í aðkeypt fóður eða fóðurbæti, fyrir hvern lítra mjólkur sem hann fær, en búskussinn tæplega tíu krónum. Af þessum tölum sést að búhyggindin skilja á milli feigs og ófeigs í landbúnaðinum, eins og reyndar í fleiri greinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×