Innlent

Sást síðast við Gullfoss

Komið er í ljós að Ólöf A. Breiðfjörð Guðjónsdóttir, sem lögreglan í Hafnarfirði lýsir eftir, sást síðast við Gullfoss um klukkan átta á föstudagskvöldið. Áður hafði hún fengið far með bíl frá Reykjavík og austur í Þrastarlund og þaðan hefur hún að öllum líkindum fengið far með öðrum bíl upp að Gullfossi. Lögreglan í Hafnarfirði óskar eftir að ná tali af honum og svo þeim sem hugsanlega hafa tekið hana upp í bíla sína síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×