Innlent

Austurbæjarbíó verður ekki rifið

Austurbæjarbíó verður ekki rifið. Formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar segir að núverandi eigandi hússins ætli að reka það áfram og að hann eigi ekki rétt á bótum frá borginni. Heimilt verður að byggja allt að 30 íbúðir á reitnum á bak við Austurbæjarbíó. Örlög þessa gamla bíós og leikhúss eru ráðin, í bili að minnsta kosti, því samþykkt hefur verið að heimila ekki að húsið verði rifið. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og bygginganefndar, segir að borist hafi mikið af athugasemdum, til að mynda frá Arkitektafélaginu og húsafriðunarnefnd. Þá séu samkvæmt skoðanakönnun um 70 % Reykvíkínga á móti niðurrifi. Hún segir að sem ábyrg borgaryfirvöld sem vilji eiga gott samráð við íbúanna hafi verið ákveðið að taka mark á þessum athugasemdum. Verktakafyrirtækið sem á húsið, keypti það fyrir um 100 milljónir króna á sínum tíma og ætlaði að byggja þar íbúðahús. Ljóst er að af því verður ekki. Reykjavíkurborg á lóðina aftan við húsið og að Rauðarárstíg og þar verður heimilt að byggja tveggja hæða hús, eða allt að 30 íbúðir, auk þess sem grænum reit verður haldið austast á svæðinu og verða þær lóðir seldar síðar. Steinunn Valdís telur ekki að eigendur Austurbæjarbíós eigi ekki bótarétt á hendur borginni, af því þeir fá ekkki að byggja. Hún segir að ekki sé sjálfgefið að menn fái að rífa hús, ekki frekar en að byggja þau. Meta þurfi mál hvers hús fyrir sig. Hún segir ýmis hús hafa tekið við hlutverki þessa húss, og fleiri eigi eftir að bætast við. Steinunn býst ekki við að reynt verði að selja borginni það aftur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×