Innlent

Gleði og ást í Húsdýragarði

Það ríkti gleði og ást í Húsdýragarðinum í dag þegar þeir Reykvíkingar sem heima sitja um verslunarmannahelgina slettu þar úr klaufunum. Það gerði einnig nautið Guttormur, sem var ástleitinn við kýrnar. Það var margt um manninn í Húsdýra og fjölskyldugarðinum í dag, og greinilegt að talsverður hópur Reykvíkinga vildi njóta kyrrðarinnar í höfuðborginni, með alla aðra í Vestmannaeyjum eða á Akureyri. Ungviði af ýmsum gerðum lét vel hvort að öðru, ekki síst þótti mannabörnum spennandi að klappa litlu kiðlingunum, og öðrum skepnum sem þeir náðu til. En það var líka margt annað, sem var spennandi. Semsagt rólegur og skemmtilegur dagur, í höfuðborginni, í ágætis veðri. Búast má við að stuðið verði talsvert meira í garðinum í kvöld, því hinir einu og sönnu, Stuðmenn mæta þangað klukkan níu ásamt Long John Baldry, til þess að spila og syngja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×