Innlent

Umferðastofa á vaktinni

"Við erum í sambandi við lögreglu og Neyðarlínuna og viðum að okkur öllum upplýsingum sem ætla má að hafi aukið öryggi í för með sér og komum þeim á framfæri í umferðarútvarpinu," segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu. Stofan viðheldur áratugagömlum sið og starfrækir upplýsingamiðstöð um umferðarmál um verslunarmannahelgina. "Við verðum hér alla helgina með bækistöðvar í Reykjavík og söfnum að okkur gögnum um gang umferðarinnar. Sigurður segir að aðaláherslan sé lögð á að ökumenn aki á jöfnum og löglegum hraða, fari varlega í framúrakstur og noti öll öryggistæki. "Við sendum líka skýr skilaboð að ölvunarakstur er óverjandi athæfi, en við höfum á tilfinningunni að hann hafi aukist." Sigurður segir að mikil umferð hafi verið um bæði Hellisheiði og á Norðurlandi í byrjun helgarinnar en það sé ómögulegt að meta fyrirfram hvar hún verði mest um helgina. Upplýsingamiðstöð Umferðarstofu verður opin frá 10 til 18 í dag, 12:30 til 17 á sunnudag og frá 11 til 19 á mánudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×