Innlent

Ein með öllu í góðu veðri

Á Akureyri verður fjölskylduhátíðin "Ein með öllu" haldin um helgina. Þar var steikjandi hiti í dag og 2000 manns komnir á tjaldsvæðin. Hátíðin verður sett klukkan hálf níu í kvöld og skipulögð dagskrá verður víða um bæinn alla helgina. Þrjú tjaldstæði eru fyrir gesti Akureyrar; eitt lítið hinumegin við fjörðinn, þar sem fjölskyldufólk virðist aðallega hreiðra um sig, en fjölskyldufólkið er líka í miklum meirihluta á tjaldstæðunum við Hamra. Á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti hefur unga fólkið svo stungið niður hælum. Lögreglan segir allt hafa farið vel af stað, en hún er reynslunni ríkari af fyrri hátíðum og því er viðbúnaður mikill um helgina. Enda er enginn lögreglumaður í sumarfríi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×