Er með líkamsrækt á heilanum 26. júlí 2004 00:01 "Ég er með líkamsrækt á heilanum, hvorki meira né minna. Það finnst að minnsta kosti sumum í kring um mig," segir Guðrún Helga Sigurðardóttir blaðamaður þegar hún er beðin að lýsa aðeins sínum lífsstíl. "Ég fer að jafnaði þrisvar í viku í ræktina, hef gert það síðustu fimm árin. Svo stefni ég á að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst eins og ég hef gert síðustu þrjú árin," heldur hún áfram. Hún kveðst hafa hlaupið mikið frá því hún var krakki og það henti henni vel. Stundum hlaupi hún eftir ganginum í vinnunni hjá sér, bara af þörf. Annars sé hún fyrst og fremst í spinning. "Þessir hjólatímar finnst mér skemmtilegastir af öllu skemmtilegu. Bæði vegna hreyfingarinnar sjálfrar og meðan ég hamast þar tekst mér að einbeita mér svo vel, vinna hugmyndavinnu og fá útrás fyrir umframorku og annað sem þarf útrás. Líkamlega og andlega líðanin helst í hendur og maður er í banastuði þegar maður er búinn í svona tíma." En hvað um mataræðið. Skyldi Guðrún bara borða hollan mat? "Já, ég reyni það nú en reyndar er upp og ofan hvernig það gengur. Stundum missi ég mig í eitthvað gott, keypti til dæmis sælgæti á hverju kvöldi þegar ég var í útilegu um daginn austur í Skaftafelli og fæ mér tertur í afmælis-og fermingarveislum. En þegar ég geri innkaup fyrir heimilið kaupi ég yfirleitt bara léttan og hollan mat." Þegar hún er spurð nánar út í Skaftafellsdvölina kemur í ljós að hún gerði sér lítið fyrir og gekk á Hvannadalshnjúk einn daginn. "Já, ég hef svolítið verið í fjallgöngum í sumar og "fíla" það rosalega vel," segir hún og það verða lokaorðin. gun@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Ég er með líkamsrækt á heilanum, hvorki meira né minna. Það finnst að minnsta kosti sumum í kring um mig," segir Guðrún Helga Sigurðardóttir blaðamaður þegar hún er beðin að lýsa aðeins sínum lífsstíl. "Ég fer að jafnaði þrisvar í viku í ræktina, hef gert það síðustu fimm árin. Svo stefni ég á að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst eins og ég hef gert síðustu þrjú árin," heldur hún áfram. Hún kveðst hafa hlaupið mikið frá því hún var krakki og það henti henni vel. Stundum hlaupi hún eftir ganginum í vinnunni hjá sér, bara af þörf. Annars sé hún fyrst og fremst í spinning. "Þessir hjólatímar finnst mér skemmtilegastir af öllu skemmtilegu. Bæði vegna hreyfingarinnar sjálfrar og meðan ég hamast þar tekst mér að einbeita mér svo vel, vinna hugmyndavinnu og fá útrás fyrir umframorku og annað sem þarf útrás. Líkamlega og andlega líðanin helst í hendur og maður er í banastuði þegar maður er búinn í svona tíma." En hvað um mataræðið. Skyldi Guðrún bara borða hollan mat? "Já, ég reyni það nú en reyndar er upp og ofan hvernig það gengur. Stundum missi ég mig í eitthvað gott, keypti til dæmis sælgæti á hverju kvöldi þegar ég var í útilegu um daginn austur í Skaftafelli og fæ mér tertur í afmælis-og fermingarveislum. En þegar ég geri innkaup fyrir heimilið kaupi ég yfirleitt bara léttan og hollan mat." Þegar hún er spurð nánar út í Skaftafellsdvölina kemur í ljós að hún gerði sér lítið fyrir og gekk á Hvannadalshnjúk einn daginn. "Já, ég hef svolítið verið í fjallgöngum í sumar og "fíla" það rosalega vel," segir hún og það verða lokaorðin. gun@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira