Menning

Starfsmenn af Gaza-svæðinu

Sameinuðu þjóðirnar hafa nú tekið tuttugu starfsmenn af Gaza-svæðinu vegna hræðslu um að þeir lendi á milli palestínskra hermanna og ísraelska hersins. Ófriður ríkir á svæðinu og því hefur það ekki aukið öryggið. Nýlega settu ísraelskir hermenn skriðdreka í fremstu víglínu, rétt hjá vinnubúðum Sameinuðu þjóðanna. Skriðdrekinn dregur því palestínumenn að sér og eykur hættu á slysum á starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna. Nú þegar hafa tveir ísraelskir hermenn og fimmtán palestínumenn látist af völdum átaka við skriðdrekann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×