Innlent

100 ára afmæli Síldarævintýrisins

Haldið verður upp á hundrað ára afmæli Síldarævintýrisins hér á landi með sérstakri hátíðardagskrá á Siglufirði helgina 23.-25. júlí næstkomandi. Af því tilefni koma Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og frú Dorrit Moussaieff, eiginkona hans, í opinbera heimsókn til Siglufjarðar. Auk þeirra verður fjöldi annarra gesta, meðal annars þingmenn kjördæmisins og ráðherrar, auk norska sendiherrans á Íslandi og sjávarútvegsráðherra Noregs. Myndin er frá Siglufirði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×