Innlent

Líflegt skógarlíf á morgun

Óhætt er að segja að líflegt verði í skógum skógræktarfélaganna um helgina. Skógræktarfélagi Íslands hefur borist tikynningar um skógargöngur- og hátíðir á vegum skógræktarfélaganna á fimm stöðum á laugardaginn og telur félagið að þá sé ekki allt upptalið. Viðburðirnir sem tilkynntir hafa verið á morgun eru eftirfarandi: Austurland: Opinn skógur á Eyjólfsstöðum kl. 14. Suðurland: Skógarganga við Múlakot kl. 14. Suðvesturland: Skógarævintýri í Heiðmörk kl. 12 Norðvesturland: Hrúteyjarhátíð kl. 11 og 17. Norðausturland: Skógardagur í Vaðlaskógi kl. 14. Skógræktarfélag Íslands hvetjum landsmenn til þess að mæta á þessa viðburði, njóta samverunnar, skóganna og veðurblíðunnar um helgina. Myndin er tekin í skógargöngu á Steinsstöðum í Skagafirði sumarið 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×