Innlent

10 ára drengur varð fyrir bíl

Tíu ára drengur slasaðist alvarlega þegar hann varð fyrir bíl við Síðumúla í Reykjavík um eitt leytið í dag. Ekki er ljóst á þesari stundu hvernig slysið vildi til en að sögn lögreglunnar er rannsókn á frumstigi. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans-Háskólasjúkrahúss er útlit fyrir að drengurinn hafi dregist með bifreiðinni en hann virðist hafa sloppið við innvortis áverka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×