Formenn hittast á fundi í dag 15. júlí 2004 00:01 Búist er við að formenn stjórnarflokkanna hittist á fundi í dag og ræði breytta stöðu í fjölmiðlamálinu. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins er væntanlegur til Reykjavíkur í dag en hann hefur verið úti á landi vegna dauðsfalls í fjölskyldunni. Búist er við að hann hitti Davíð Oddsson í dag til að ræða stefnubreytingu Framsóknarmanna en unnið hefur verið í málinu undanfarna daga. Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær vill forysta Framsóknarflokksins að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Líklegast er að óskað verði eftir að nýtt frumvarp verði lagt fram sem felli fjölmiðlalögin úr gildi, en að öðrum kosti verði þjóðaratkvæðagreiðsla. Þetta hafði Fréttastofa Stöðvar 2 eftir áreiðanlegum heimildum úr herbúðum flokksforystu Framsóknarflokksins í gær en stefnubreytingin var rædd á fundi forystumanna flokksins í Utanríkisráðuneytinu. Áhrifamiklir menn innan Framsóknarflokksins hafa hist á fundi undanfarna daga, samkvæmt heimildum fréttastofu og rætt málið og áhrif þess innan flokksins. Litið er á stöðuna nú sem prófraun á Halldór í formannsembætti flokksins en þetta er alvarlegasti ágreiningurinn sem komið hefur upp í stjórnarsamstarfinu. Eiríkur Tómasson prófessor í stjórnskipun við Háskóla Íslands segir að ef að hvorki Sjálfstæðismenn eða Framsóknarmenn bakki í málinu og það valdi stjórnarslitum þá komi til kasta forseta Íslands að ræða við forsætisráðherra og svo aðra formenn flokkanna, hvort það séu aðrir möguleikar á starfhæfri ríkisstjórn sem hafi meirihluta á Alþingi eða minnihlutastjórn sem nýtur hlutleysis meirihluta Alþingis sem lýsir sig þá tilbúinn til að verja stjórnina falli. Ef ekki getur forsætisráðherra beðið forsetann að rjúfa þing og skuli þá kjósa innan 45 daga. Eiríkur Tómasson segir eðlilegt að forsetinn taki sér einhvern tíma til að kanna stöðuna áður en hann fallist á að rjúfa þing. Hann segir að ekki hafi verið leitað til hans formlega um það pólitíska landslag sem nú hafi skapast en það hafi borið á góma í óformlegum samtölum hans við menn að undanförnu. Svo virðist sem stjórnarmeirihlutinn vilji tefja málið inni í Allsherjarnefnd meðan formenn stjórnarflokkanna komast að niðurstöðu. Niðurstaða formannanna ef þeir ná saman yrði þá tillaga meirihluta allsherjarnefndar Alþingis. Fréttir Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Sjá meira
Búist er við að formenn stjórnarflokkanna hittist á fundi í dag og ræði breytta stöðu í fjölmiðlamálinu. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins er væntanlegur til Reykjavíkur í dag en hann hefur verið úti á landi vegna dauðsfalls í fjölskyldunni. Búist er við að hann hitti Davíð Oddsson í dag til að ræða stefnubreytingu Framsóknarmanna en unnið hefur verið í málinu undanfarna daga. Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær vill forysta Framsóknarflokksins að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Líklegast er að óskað verði eftir að nýtt frumvarp verði lagt fram sem felli fjölmiðlalögin úr gildi, en að öðrum kosti verði þjóðaratkvæðagreiðsla. Þetta hafði Fréttastofa Stöðvar 2 eftir áreiðanlegum heimildum úr herbúðum flokksforystu Framsóknarflokksins í gær en stefnubreytingin var rædd á fundi forystumanna flokksins í Utanríkisráðuneytinu. Áhrifamiklir menn innan Framsóknarflokksins hafa hist á fundi undanfarna daga, samkvæmt heimildum fréttastofu og rætt málið og áhrif þess innan flokksins. Litið er á stöðuna nú sem prófraun á Halldór í formannsembætti flokksins en þetta er alvarlegasti ágreiningurinn sem komið hefur upp í stjórnarsamstarfinu. Eiríkur Tómasson prófessor í stjórnskipun við Háskóla Íslands segir að ef að hvorki Sjálfstæðismenn eða Framsóknarmenn bakki í málinu og það valdi stjórnarslitum þá komi til kasta forseta Íslands að ræða við forsætisráðherra og svo aðra formenn flokkanna, hvort það séu aðrir möguleikar á starfhæfri ríkisstjórn sem hafi meirihluta á Alþingi eða minnihlutastjórn sem nýtur hlutleysis meirihluta Alþingis sem lýsir sig þá tilbúinn til að verja stjórnina falli. Ef ekki getur forsætisráðherra beðið forsetann að rjúfa þing og skuli þá kjósa innan 45 daga. Eiríkur Tómasson segir eðlilegt að forsetinn taki sér einhvern tíma til að kanna stöðuna áður en hann fallist á að rjúfa þing. Hann segir að ekki hafi verið leitað til hans formlega um það pólitíska landslag sem nú hafi skapast en það hafi borið á góma í óformlegum samtölum hans við menn að undanförnu. Svo virðist sem stjórnarmeirihlutinn vilji tefja málið inni í Allsherjarnefnd meðan formenn stjórnarflokkanna komast að niðurstöðu. Niðurstaða formannanna ef þeir ná saman yrði þá tillaga meirihluta allsherjarnefndar Alþingis.
Fréttir Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Sjá meira