Menning

Eldra fólk sjaldan frá vinnu

Starfsfólk á aldrinum fimmtíu ára og eldra er sjaldnar frá vegna veikinda en yngra fólk en vinnur ívið hægar. Fólk eldra en fimmtíu ára er mun jákvæðara í garð vinnunnar. Þessar niðurstöður er hægt að sjá í könnun Samtaka atvinnulífsins meðal aðildarfyrirtækja. Spurningarnar voru samdar í samráði við nefnd félagsmálaráðuneytisins sem kannar stöðu miðaldra fólks á vinnumarkaði. Könnunin var gerð í júní og voru spurningar sendar til 828 aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins og svör bárust frá 437.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×