Lögreglan tekur ekki skuldarana 30. júní 2004 00:01 Lögreglan hefur ekki sinnt þeim skyldum sínum að handtaka skuldara, sem hunsað hafa boðun sýslumanns, og færa þá til embættisins, að sögn formanns Lögmannafélags Íslands. Hann segir þetta óþolandi með öllu. "Mæti menn ekki í fjárnám þótt þeir séu réttilega boðaðir og finnist ekki hjá þeim skráðar eignir til þess að gera fjárnám í, eru mál sett í lögregluboðun," sagði hann. "Framkvæmd hennar hefur því miður aðeins verið sú að lögreglan hringir í skuldara og boðar til fjárnáms, sem er í sjálfu sér lítil viðbót við fyrri boðun. Lögreglan hefur hins vegar skirrst við að nota heimildir sínar til þess að handtaka fólk og færa til sýslumanns, sem er þó forsenda þess að máli verði lokið. Þetta vita þeir sem skuldseigastir eru og láta sér því fátt um finnast um slíkar kvaðningar," sagði Gunnar enn fremur. "Lögreglan hefur ekki einungis heimild að lögum til þess að handtaka menn og færa þá til sýslumanns vegna aðfarar, henni ber að gera það að boði sýslumanns. Þeirri skyldu hefur hins vegar ekki verið sinnt, ótrúlegt sem það er, og óþolandi með öllu" Gunnar sagði að Lögmannafélaginu hefðu borist erindi frá einstaka lögmönnum vegna þessa ástands. Farið hefði verið yfir málið bæði með embætti sýslumannsins í Reykjavík og fulltrúum dómsmálaráðuneytisins. Menn hefðu vitaskuld áhyggjur af þessu og þetta væri verulega bagalegt með lögaðila sem hefðu haft starfsmenn. Drægist úr hömlu að framkvæma árangurslaust fjárnám hjá slíkum aðilum gætu kröfur glatað rétti til forgangs í þrotabú og réttur gagnvart ábyrgðarsjóði launa gæti einnig glatast. Þessa væru dæmi. "Viðmælendur okkar hjá sýslumannsembættinu og dómsmálaráðuneytinu voru sammála okkur um að vandamálið yrði að leysa og vonandi tekst það. Þá hefur Hæstiréttur einnig lagst á sveif með þeim sem vandamálið vilja leysa, en í dómi frá því í fyrra nr. 90/2003 undirstrikaði hann skyldu lögreglu til þess að verða við boði sýslumanns um að færa menn, sem ekki sinntu kvaðningu, fyrir sýslumann." "Það hefur verið kvartað undan framkvæmd lögreglunnar í þessum efnum," sagði Gunnar Jónsson, formaður Lögmannafélags Íslands, um þær þúsundir aðfararbeiðna sem safnast hafa á hendur skuldara hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík. Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Lögreglan hefur ekki sinnt þeim skyldum sínum að handtaka skuldara, sem hunsað hafa boðun sýslumanns, og færa þá til embættisins, að sögn formanns Lögmannafélags Íslands. Hann segir þetta óþolandi með öllu. "Mæti menn ekki í fjárnám þótt þeir séu réttilega boðaðir og finnist ekki hjá þeim skráðar eignir til þess að gera fjárnám í, eru mál sett í lögregluboðun," sagði hann. "Framkvæmd hennar hefur því miður aðeins verið sú að lögreglan hringir í skuldara og boðar til fjárnáms, sem er í sjálfu sér lítil viðbót við fyrri boðun. Lögreglan hefur hins vegar skirrst við að nota heimildir sínar til þess að handtaka fólk og færa til sýslumanns, sem er þó forsenda þess að máli verði lokið. Þetta vita þeir sem skuldseigastir eru og láta sér því fátt um finnast um slíkar kvaðningar," sagði Gunnar enn fremur. "Lögreglan hefur ekki einungis heimild að lögum til þess að handtaka menn og færa þá til sýslumanns vegna aðfarar, henni ber að gera það að boði sýslumanns. Þeirri skyldu hefur hins vegar ekki verið sinnt, ótrúlegt sem það er, og óþolandi með öllu" Gunnar sagði að Lögmannafélaginu hefðu borist erindi frá einstaka lögmönnum vegna þessa ástands. Farið hefði verið yfir málið bæði með embætti sýslumannsins í Reykjavík og fulltrúum dómsmálaráðuneytisins. Menn hefðu vitaskuld áhyggjur af þessu og þetta væri verulega bagalegt með lögaðila sem hefðu haft starfsmenn. Drægist úr hömlu að framkvæma árangurslaust fjárnám hjá slíkum aðilum gætu kröfur glatað rétti til forgangs í þrotabú og réttur gagnvart ábyrgðarsjóði launa gæti einnig glatast. Þessa væru dæmi. "Viðmælendur okkar hjá sýslumannsembættinu og dómsmálaráðuneytinu voru sammála okkur um að vandamálið yrði að leysa og vonandi tekst það. Þá hefur Hæstiréttur einnig lagst á sveif með þeim sem vandamálið vilja leysa, en í dómi frá því í fyrra nr. 90/2003 undirstrikaði hann skyldu lögreglu til þess að verða við boði sýslumanns um að færa menn, sem ekki sinntu kvaðningu, fyrir sýslumann." "Það hefur verið kvartað undan framkvæmd lögreglunnar í þessum efnum," sagði Gunnar Jónsson, formaður Lögmannafélags Íslands, um þær þúsundir aðfararbeiðna sem safnast hafa á hendur skuldara hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík.
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira