Þúsundir krafna á skuldseiga 30. júní 2004 00:01 "Það er rétt, að hér safnast upp heilmikið af beiðnum af því að við náum ekki til þessara gerðarþola vegna þess að þeir mæta ekki eða þá að við finnum þá ekki," sagði Rúnar Guðjónsson sýslumaður í Reykjavík. Yfir tíu þúsund aðfararbeiðnir liggja nú hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík, þar sem skuldarar hafa ekki mætt til fyrirtöku, þegar þeir hafa verið boðaðir eða ekki tekist að hafa upp á þeim og reglur leyfa ekki að málum þeirra sé lokið að þeim fjarstöddum. Þetta þýðir að ekki er hægt að gera fjárnám hjá viðkomandi, en kröfuhafar sitja eftir með ólokin mál. "Við höfum eðlilega haft af þessu vaxandi áhyggjur, því við höfum ekki önnur úrræði í dag en þau sem við beitum," sagði sýslumaður. Hann kvað embættið hafa lagt fram tillögur til úrbóta fyrir dómsmálaráðuneytið. "Við höfum bent á þrjár leiðir í þessum efnum. Í fyrsta lagi er að gera lagabreytingu þannig að það megi gera fleiri fjárnám að gerðarþolum fjarstöddum heldur en gert er í dag. Með því væri hægt að ljúka fjárnámi þótt gerðarþoli mætti ekki hafi honum verið gerð grein fyrir því í boðunarbréfi að það yrði gert. Í öðru lagi að fá aukna aðstoð frá lögreglu. Hún hefur aðstoðað okkur við að færa gerðarþola hingað, en þó í litlum mæli miðað við þörf, þar sem lögreglan hefur ekki tök á að sinna nema ákveðnum fjölda mála ," sagði Rúnar. Hann sagði embættið í þriðja lagi hafa bent á það úrræði að fara oftar í fjárnám úti í bæ og hitta gerðarþola þar fyrir , það er að segja, að ljúka málum með svokölluðum "útifjárnámum. " En vegna fjárskorts hefði ekki verið hægt að sinna því sem skyldi fram til þessa. "Þetta eru atriði sem við höfum óskað eftir að dómsmálaráðuneytið aðstoði okkur við að bæta úr," sagði Rúnar, "og eftir fregnum sem ég hef þaðan er verið að skoða þetta mál þar. Við vonumst til að við fáum einhverjar úrbætur. Þetta lendir fyrst og fremst á kröfuhöfunum, en vissulega finnst okkur jafnframt leitt að geta ekki sinnt beiðnum þeirra eins og vert væri og okkur ber skylda til lögum samkvæmt." Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
"Það er rétt, að hér safnast upp heilmikið af beiðnum af því að við náum ekki til þessara gerðarþola vegna þess að þeir mæta ekki eða þá að við finnum þá ekki," sagði Rúnar Guðjónsson sýslumaður í Reykjavík. Yfir tíu þúsund aðfararbeiðnir liggja nú hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík, þar sem skuldarar hafa ekki mætt til fyrirtöku, þegar þeir hafa verið boðaðir eða ekki tekist að hafa upp á þeim og reglur leyfa ekki að málum þeirra sé lokið að þeim fjarstöddum. Þetta þýðir að ekki er hægt að gera fjárnám hjá viðkomandi, en kröfuhafar sitja eftir með ólokin mál. "Við höfum eðlilega haft af þessu vaxandi áhyggjur, því við höfum ekki önnur úrræði í dag en þau sem við beitum," sagði sýslumaður. Hann kvað embættið hafa lagt fram tillögur til úrbóta fyrir dómsmálaráðuneytið. "Við höfum bent á þrjár leiðir í þessum efnum. Í fyrsta lagi er að gera lagabreytingu þannig að það megi gera fleiri fjárnám að gerðarþolum fjarstöddum heldur en gert er í dag. Með því væri hægt að ljúka fjárnámi þótt gerðarþoli mætti ekki hafi honum verið gerð grein fyrir því í boðunarbréfi að það yrði gert. Í öðru lagi að fá aukna aðstoð frá lögreglu. Hún hefur aðstoðað okkur við að færa gerðarþola hingað, en þó í litlum mæli miðað við þörf, þar sem lögreglan hefur ekki tök á að sinna nema ákveðnum fjölda mála ," sagði Rúnar. Hann sagði embættið í þriðja lagi hafa bent á það úrræði að fara oftar í fjárnám úti í bæ og hitta gerðarþola þar fyrir , það er að segja, að ljúka málum með svokölluðum "útifjárnámum. " En vegna fjárskorts hefði ekki verið hægt að sinna því sem skyldi fram til þessa. "Þetta eru atriði sem við höfum óskað eftir að dómsmálaráðuneytið aðstoði okkur við að bæta úr," sagði Rúnar, "og eftir fregnum sem ég hef þaðan er verið að skoða þetta mál þar. Við vonumst til að við fáum einhverjar úrbætur. Þetta lendir fyrst og fremst á kröfuhöfunum, en vissulega finnst okkur jafnframt leitt að geta ekki sinnt beiðnum þeirra eins og vert væri og okkur ber skylda til lögum samkvæmt."
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira