Innlent

Tugþúsunda hækkun

Ákveðið hefur verið að hækka leiguna á heimavist Menntaskólans á Ísafirði úr um 16 þúsundum króna á önn upp í um það bil 18 þúsund krónur á mánuði. Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segir að fyrir þremur árum hafi húsnæðiskostur skólans þrefaldast og það hafi skapað slíkan rekstrarhalla að leiguhækkun væri óhjákvæmileg. "Því miður þurfti að hækka leiguna til að svara kostnaði en ég efast um að aðrir heimavistarskólar bjóði upp á lægri leigu," segir Ólína. Sú breyting verður einnig á leiguforminu að leigjendur á heimavistinni geta nú sótt um húsaleigubætur og gerir Ólína ráð fyrir að kjaraskerðing nemenda sé lítil þegar þær eru teknar í reikninginn. Þær upplýsingar fengust hjá félagsmálráðuneytinu að tekjulítill einstaklingur sem leigir herbergi fyrir 18 þúsund krónur á mánuði fái um átta þúsund krónur í húsaleigubætur. Útlagður leigukostnaður er því um 10 þúsund krónur mánuði. nemendur sem sækja framhaldsskóla utan heimabyggðar eiga rétt á dreifbýlisstyrk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×