„Það vantar einn í hópinn!“ 29. júní 2004 00:01 Það vantar einn í hópinn! Það er yfirskrift þjóðarátaks VÍS gegn umferðarslysum. Sjónum er nú beint sérstaklega að aðstandendum þeirra sem látast í umferðinni. Kona sem missti föður sinn í bílslysi fyrir þremur áratugum segir að sér verði enn hverft við þegar hún heyrir af banaslysum í umferðinni. Þetta er fjórða sumarið í röð sem VÍS stendur fyrir átaki af þessu tagi en á næstunni munu landsmenn verða varir við áróður í þessum efnum. Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarnar- og öryggisfulltrúi VÍS, segir umferðaslysin ekki aðeins skilja eftir sig mikinn harmleik hjá nánustu aðstandendum þeirra sem deyja og slasast heldur einnig hjá skólafélögum, vinnufélögum, krökkunum á leikskólunum og fleirum. Sólveig Svavarsdóttir missti föður sinn fyrir tæpum 30 árum í umferðarslysi og hún segir tímann ekki lækna nokkur sár. Hann lini sársaukann en við séum alltaf minnt á þetta. Sólveig segir að margir geri ráð fyrir því að á svona löngum tíma grói sárin en hún segir að sér verði enn mjög hverft við þegar hún heyrir af banaslysum í umferðinni. Um næstu helgi má gera ráð fyrir mikilli umferð á þjóðvegum landsins og hafa þeir sem sinna öryggismálum í umferðinni meiri áhyggjur af þeirri helgi en verslunarmannahelginni, enda er fólk yfirleitt þá betur undirbúið og meiri löggæsla. Ragnheiður Davíðsdóttir heitir á þjóðina að taka þátt í þessu átaki og skila sér heillri heim. Ágústa Dröfn Guðmundsdóttir lamaðist í umferðarslysi fyrir aldarfjórðungi, aðeins 16 ára gömul. Hún segir að sér bregði ávallt þegar hún heyrir af slysum og bendir á að oft komi fram í fréttum að meiðsl virðist ekki svo alvarleg en þau séu það engu að síður fyrir þann sem hlut eigi að máli. Skilaboð hennar til fólks í umferðinni eru að fara varlega, vera í belti og hugsa. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Það vantar einn í hópinn! Það er yfirskrift þjóðarátaks VÍS gegn umferðarslysum. Sjónum er nú beint sérstaklega að aðstandendum þeirra sem látast í umferðinni. Kona sem missti föður sinn í bílslysi fyrir þremur áratugum segir að sér verði enn hverft við þegar hún heyrir af banaslysum í umferðinni. Þetta er fjórða sumarið í röð sem VÍS stendur fyrir átaki af þessu tagi en á næstunni munu landsmenn verða varir við áróður í þessum efnum. Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarnar- og öryggisfulltrúi VÍS, segir umferðaslysin ekki aðeins skilja eftir sig mikinn harmleik hjá nánustu aðstandendum þeirra sem deyja og slasast heldur einnig hjá skólafélögum, vinnufélögum, krökkunum á leikskólunum og fleirum. Sólveig Svavarsdóttir missti föður sinn fyrir tæpum 30 árum í umferðarslysi og hún segir tímann ekki lækna nokkur sár. Hann lini sársaukann en við séum alltaf minnt á þetta. Sólveig segir að margir geri ráð fyrir því að á svona löngum tíma grói sárin en hún segir að sér verði enn mjög hverft við þegar hún heyrir af banaslysum í umferðinni. Um næstu helgi má gera ráð fyrir mikilli umferð á þjóðvegum landsins og hafa þeir sem sinna öryggismálum í umferðinni meiri áhyggjur af þeirri helgi en verslunarmannahelginni, enda er fólk yfirleitt þá betur undirbúið og meiri löggæsla. Ragnheiður Davíðsdóttir heitir á þjóðina að taka þátt í þessu átaki og skila sér heillri heim. Ágústa Dröfn Guðmundsdóttir lamaðist í umferðarslysi fyrir aldarfjórðungi, aðeins 16 ára gömul. Hún segir að sér bregði ávallt þegar hún heyrir af slysum og bendir á að oft komi fram í fréttum að meiðsl virðist ekki svo alvarleg en þau séu það engu að síður fyrir þann sem hlut eigi að máli. Skilaboð hennar til fólks í umferðinni eru að fara varlega, vera í belti og hugsa.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira