„Það vantar einn í hópinn!“ 29. júní 2004 00:01 Það vantar einn í hópinn! Það er yfirskrift þjóðarátaks VÍS gegn umferðarslysum. Sjónum er nú beint sérstaklega að aðstandendum þeirra sem látast í umferðinni. Kona sem missti föður sinn í bílslysi fyrir þremur áratugum segir að sér verði enn hverft við þegar hún heyrir af banaslysum í umferðinni. Þetta er fjórða sumarið í röð sem VÍS stendur fyrir átaki af þessu tagi en á næstunni munu landsmenn verða varir við áróður í þessum efnum. Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarnar- og öryggisfulltrúi VÍS, segir umferðaslysin ekki aðeins skilja eftir sig mikinn harmleik hjá nánustu aðstandendum þeirra sem deyja og slasast heldur einnig hjá skólafélögum, vinnufélögum, krökkunum á leikskólunum og fleirum. Sólveig Svavarsdóttir missti föður sinn fyrir tæpum 30 árum í umferðarslysi og hún segir tímann ekki lækna nokkur sár. Hann lini sársaukann en við séum alltaf minnt á þetta. Sólveig segir að margir geri ráð fyrir því að á svona löngum tíma grói sárin en hún segir að sér verði enn mjög hverft við þegar hún heyrir af banaslysum í umferðinni. Um næstu helgi má gera ráð fyrir mikilli umferð á þjóðvegum landsins og hafa þeir sem sinna öryggismálum í umferðinni meiri áhyggjur af þeirri helgi en verslunarmannahelginni, enda er fólk yfirleitt þá betur undirbúið og meiri löggæsla. Ragnheiður Davíðsdóttir heitir á þjóðina að taka þátt í þessu átaki og skila sér heillri heim. Ágústa Dröfn Guðmundsdóttir lamaðist í umferðarslysi fyrir aldarfjórðungi, aðeins 16 ára gömul. Hún segir að sér bregði ávallt þegar hún heyrir af slysum og bendir á að oft komi fram í fréttum að meiðsl virðist ekki svo alvarleg en þau séu það engu að síður fyrir þann sem hlut eigi að máli. Skilaboð hennar til fólks í umferðinni eru að fara varlega, vera í belti og hugsa. Fréttir Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Það vantar einn í hópinn! Það er yfirskrift þjóðarátaks VÍS gegn umferðarslysum. Sjónum er nú beint sérstaklega að aðstandendum þeirra sem látast í umferðinni. Kona sem missti föður sinn í bílslysi fyrir þremur áratugum segir að sér verði enn hverft við þegar hún heyrir af banaslysum í umferðinni. Þetta er fjórða sumarið í röð sem VÍS stendur fyrir átaki af þessu tagi en á næstunni munu landsmenn verða varir við áróður í þessum efnum. Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarnar- og öryggisfulltrúi VÍS, segir umferðaslysin ekki aðeins skilja eftir sig mikinn harmleik hjá nánustu aðstandendum þeirra sem deyja og slasast heldur einnig hjá skólafélögum, vinnufélögum, krökkunum á leikskólunum og fleirum. Sólveig Svavarsdóttir missti föður sinn fyrir tæpum 30 árum í umferðarslysi og hún segir tímann ekki lækna nokkur sár. Hann lini sársaukann en við séum alltaf minnt á þetta. Sólveig segir að margir geri ráð fyrir því að á svona löngum tíma grói sárin en hún segir að sér verði enn mjög hverft við þegar hún heyrir af banaslysum í umferðinni. Um næstu helgi má gera ráð fyrir mikilli umferð á þjóðvegum landsins og hafa þeir sem sinna öryggismálum í umferðinni meiri áhyggjur af þeirri helgi en verslunarmannahelginni, enda er fólk yfirleitt þá betur undirbúið og meiri löggæsla. Ragnheiður Davíðsdóttir heitir á þjóðina að taka þátt í þessu átaki og skila sér heillri heim. Ágústa Dröfn Guðmundsdóttir lamaðist í umferðarslysi fyrir aldarfjórðungi, aðeins 16 ára gömul. Hún segir að sér bregði ávallt þegar hún heyrir af slysum og bendir á að oft komi fram í fréttum að meiðsl virðist ekki svo alvarleg en þau séu það engu að síður fyrir þann sem hlut eigi að máli. Skilaboð hennar til fólks í umferðinni eru að fara varlega, vera í belti og hugsa.
Fréttir Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira