Innlent

Fimm fluttir á sjúkrahús

Fimm ferðamenn voru fluttir með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir að bíll þeirra valt á Vatnaleið á Snæfellsnesi seinnipart sunnudags. Að sögn lögreglunnar í Stykkishólmi voru meiðsl þeirra ekki alvarleg en bíllinn er mjög illa farinn og talinn ónýtur. Ökumaðurinn mun hafa stýrt bílnum snögglega inná veg þegar hann var kominn út í vegkant með fyrrgreindum afleiðingum. Lögreglan vill koma þeim ábendingum á framfæri til ökumanna að bregðast ekki svona við þegar bíll er kominn út í vegkant því það auki líkurnar á að bíllinn velti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×