Olíuleki gæti valdið miklu tjóni 28. júní 2004 00:01 Tyrkneska súrálsflutningaskipið Kiran Pacific strandaði á skeri 3.3 sjómílur, eða um 6 kílómetra, norðvestur af Straumsvíkurhöfn á laugardagskvöld. Alls er 21 maður um borð í skipinu, allir frá Tyrklandi. Skipið er talið nokkuð stöðugt á skerinu og því ekki óttast að áhöfnin sé í hættu. Varðskip kom á vettvang í gærmorgun og kannaði áhöfn þess aðstæður og ástand flutningaskipsins. Ekki var endanlega ljóst í gærkvöldi hvernig ástand skipsins var en hjá Umhverfsstofnun fengust þær upplýsingar að ekki væri talin bráðahætta á mengun úr skipinu, svo lengi sem veður og sjólag breyttist ekki til hins verra. Málið er litið alvarlegum augum enda gæti olíuleki úr skipinu valdið miklu tjóni á dýralífi í nágrenninu. Kiran Pacific var að koma frá Bandaríkjunum með 45 þúsund tonn af súráli sem flytja átti til Straumsvíkur. Í skipinu eru 456 tonn af svartolíu, 52 tonn af dísilolíu og 31 tonn af smurolíu. Skipið er 21.968 brúttótonn og 193 metrar að lengd. Talið er að þrjú göt séu á sjótönkum framarlega í skipinu. Ekki er vitað um göt á olíutönkum og ekki hefur orðið vart við mengun. Skipið strandaði klukkan 18 á laugardag og barst tilkynning frá Hafnarfjarðarhöfn um það til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar klukkan 21. Fulltrúar frá útgerð skipsins, tryggingafélagi þess og hollensku björgunarfyrirtæki komu hingað til lands síðdegis í gær. Þeir fóru á strandstað og könnuðu ástand skipsins. Að því búnu áttu þeir fund með fulltrúum Landhelgisgæslunnar, Siglingastofnunar og Umhverfisstofnunar. Þar var þeim kynnt íslensk löggjöf sem lýtur að slíkum atburðum og skyldur þeirra gagnvart henni. Jafnframt var óskað eftir að þeir legðu fram aðgerðaáætlun um björgun skipsins. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra kvaðst hafa verið í sambandi við Umhverfisstofnun vegna strandsins og myndi fylgjast grannt með framvindu mála. Vindur gekk niður síðdegis í gær og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni átti að vera hæglætisveður í dag, hæg suðaustan átt og aðstæður á strandstað því ákjósanlegar hvað það snertir. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Tyrkneska súrálsflutningaskipið Kiran Pacific strandaði á skeri 3.3 sjómílur, eða um 6 kílómetra, norðvestur af Straumsvíkurhöfn á laugardagskvöld. Alls er 21 maður um borð í skipinu, allir frá Tyrklandi. Skipið er talið nokkuð stöðugt á skerinu og því ekki óttast að áhöfnin sé í hættu. Varðskip kom á vettvang í gærmorgun og kannaði áhöfn þess aðstæður og ástand flutningaskipsins. Ekki var endanlega ljóst í gærkvöldi hvernig ástand skipsins var en hjá Umhverfsstofnun fengust þær upplýsingar að ekki væri talin bráðahætta á mengun úr skipinu, svo lengi sem veður og sjólag breyttist ekki til hins verra. Málið er litið alvarlegum augum enda gæti olíuleki úr skipinu valdið miklu tjóni á dýralífi í nágrenninu. Kiran Pacific var að koma frá Bandaríkjunum með 45 þúsund tonn af súráli sem flytja átti til Straumsvíkur. Í skipinu eru 456 tonn af svartolíu, 52 tonn af dísilolíu og 31 tonn af smurolíu. Skipið er 21.968 brúttótonn og 193 metrar að lengd. Talið er að þrjú göt séu á sjótönkum framarlega í skipinu. Ekki er vitað um göt á olíutönkum og ekki hefur orðið vart við mengun. Skipið strandaði klukkan 18 á laugardag og barst tilkynning frá Hafnarfjarðarhöfn um það til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar klukkan 21. Fulltrúar frá útgerð skipsins, tryggingafélagi þess og hollensku björgunarfyrirtæki komu hingað til lands síðdegis í gær. Þeir fóru á strandstað og könnuðu ástand skipsins. Að því búnu áttu þeir fund með fulltrúum Landhelgisgæslunnar, Siglingastofnunar og Umhverfisstofnunar. Þar var þeim kynnt íslensk löggjöf sem lýtur að slíkum atburðum og skyldur þeirra gagnvart henni. Jafnframt var óskað eftir að þeir legðu fram aðgerðaáætlun um björgun skipsins. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra kvaðst hafa verið í sambandi við Umhverfisstofnun vegna strandsins og myndi fylgjast grannt með framvindu mála. Vindur gekk niður síðdegis í gær og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni átti að vera hæglætisveður í dag, hæg suðaustan átt og aðstæður á strandstað því ákjósanlegar hvað það snertir.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira