Grænt á grillið 18. júní 2004 00:01 "Grill hentar fyrir flest allt grænmeti og til að mynda er alltaf sígilt að grilla hálfan tómat bara á skinninu og pensla með hvítlauksolíu og virkar þetta bæði sem meðlæti og sósa með öðrum réttum," segir Dóra Svavarsdóttir, kokkur á veitingastaðnum Á næstu grösum. "Sérdeilis gott er að taka Butternut grasker, skera það til helminga og kjarnhreinsa og leggja það svo á grillið með sárið upp og gleyma því þar í dágóða stund, skafa svo kjötið upp úr hýðinu og stappa saman við hvítlaukssmjör," segir Dóra, sem hvetur fólk til að prófa hvað sem því dettur í hug þegar kemur að því að grilla. "Mér finnst alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt í hvert sinn sem er grillað ásamt einhverju öðru sem þekkt er en ef það misheppnast alveg er maður bara reynslunni ríkari." <B>Í grænum hvelli við grillið<P> 1 sæt kartafla 1 kúrbítur 1 rauðlaukur 150 ml eplasafi 100 ml tómatpurré 2 msk. rúsínur 3 msk. svartar ólífur salt og pipar Skerið grænmetið í sneiðar, sætu kartöflurnar þynnstar og rauðlaukinn í hringi. Veltið upp úr olíu og grillið á vel heitu grillinu, kartöflurnar eru settar fyrst og síðan kúrbíturinn og laukurinn. Kryddið með salti og pipar. Á sama tíma hitið þið saman tómatpurréið, rúsínurnar, eplasafann og ólífurnar í potti á grillinu. Setjið grillaða grænmetið í skál og hellið vökvanum yfir. Þetta er sérdeilis gott eitt og sér með brakandi salati og brauði eða sem meðlæti. <B>Ennþá einfaldara á grillið<P> 3 kúrbítur 2 hvítlauksgeirar 3 msk. ólífuolía 1/2 rauðlaukur fínt saxaður salt og pipar Kúrbíturinn er skorinn eftir endilöngu og skornir krossar ofan í kjötið (ekki í gegn). Fínt skornum hvítlauknum er troðið í krossana og allt er penslað með ólífuolíunni, lauknum er stráð yfir og salti og pipar. Smellt á heitt grillið og grillað bara á grænu hliðinni þar til krossarnir fara að opna sig. Þetta virkar vel með öllum mat og verður svo "djúsí" að þetta kemur í stað sósu með fiskinum og kjötinu. Ef tíminn er naumur er líka æði að smyrja bara bítinn með tilbúnu pestó eða tapanade. <B>Grillað nanbrauð<P> 100 g heilhveiti 300 g hveiti 3 dl AB-mjólk 1/2 tsk. lyftiduft salt bráðið smjör Hveitinu, AB-mjólkinni, lyftiduftinu og smá salti er hnoðað saman þar til það er þétt. Fletjið út í þunna klatta (passa að þeir verði ekki of stórir svo grillspaðinn ráði nú við þá). Smellt á vel heitt grillið og penslað létt með smjörinu. Matur Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Grill hentar fyrir flest allt grænmeti og til að mynda er alltaf sígilt að grilla hálfan tómat bara á skinninu og pensla með hvítlauksolíu og virkar þetta bæði sem meðlæti og sósa með öðrum réttum," segir Dóra Svavarsdóttir, kokkur á veitingastaðnum Á næstu grösum. "Sérdeilis gott er að taka Butternut grasker, skera það til helminga og kjarnhreinsa og leggja það svo á grillið með sárið upp og gleyma því þar í dágóða stund, skafa svo kjötið upp úr hýðinu og stappa saman við hvítlaukssmjör," segir Dóra, sem hvetur fólk til að prófa hvað sem því dettur í hug þegar kemur að því að grilla. "Mér finnst alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt í hvert sinn sem er grillað ásamt einhverju öðru sem þekkt er en ef það misheppnast alveg er maður bara reynslunni ríkari." <B>Í grænum hvelli við grillið<P> 1 sæt kartafla 1 kúrbítur 1 rauðlaukur 150 ml eplasafi 100 ml tómatpurré 2 msk. rúsínur 3 msk. svartar ólífur salt og pipar Skerið grænmetið í sneiðar, sætu kartöflurnar þynnstar og rauðlaukinn í hringi. Veltið upp úr olíu og grillið á vel heitu grillinu, kartöflurnar eru settar fyrst og síðan kúrbíturinn og laukurinn. Kryddið með salti og pipar. Á sama tíma hitið þið saman tómatpurréið, rúsínurnar, eplasafann og ólífurnar í potti á grillinu. Setjið grillaða grænmetið í skál og hellið vökvanum yfir. Þetta er sérdeilis gott eitt og sér með brakandi salati og brauði eða sem meðlæti. <B>Ennþá einfaldara á grillið<P> 3 kúrbítur 2 hvítlauksgeirar 3 msk. ólífuolía 1/2 rauðlaukur fínt saxaður salt og pipar Kúrbíturinn er skorinn eftir endilöngu og skornir krossar ofan í kjötið (ekki í gegn). Fínt skornum hvítlauknum er troðið í krossana og allt er penslað með ólífuolíunni, lauknum er stráð yfir og salti og pipar. Smellt á heitt grillið og grillað bara á grænu hliðinni þar til krossarnir fara að opna sig. Þetta virkar vel með öllum mat og verður svo "djúsí" að þetta kemur í stað sósu með fiskinum og kjötinu. Ef tíminn er naumur er líka æði að smyrja bara bítinn með tilbúnu pestó eða tapanade. <B>Grillað nanbrauð<P> 100 g heilhveiti 300 g hveiti 3 dl AB-mjólk 1/2 tsk. lyftiduft salt bráðið smjör Hveitinu, AB-mjólkinni, lyftiduftinu og smá salti er hnoðað saman þar til það er þétt. Fletjið út í þunna klatta (passa að þeir verði ekki of stórir svo grillspaðinn ráði nú við þá). Smellt á vel heitt grillið og penslað létt með smjörinu.
Matur Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira