Valin besti málflutningsmaðurinn 15. júní 2004 00:01 "Þetta er alveg frábær tilfinning," segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir laganemi. Hrafnhildur bar sigur út bítum í Norrænu málflutningskeppninni ásamt félögum sínum úr Háskóla Íslands nú um helgina. Hún var einnig valin besti málflutningsmaður síns riðils sem verður að teljast góður árangur. Keppnin fór fram á sænsku, norsku og dönsku og talaði Hrafnhildur norsku í keppninni. Hún segist þó ekki vera altalandi á því tungumáli enda bjó hún þar aðeins um tveggja ár skeið í æsku."Ég á auðvelt með að lesa norsku en langar lögfræðilegar setningar geta vafist svolítið fyrir mér." Mikil vinna fór í undirbúning hjá íslenska liðinu en hann hófst strax í mars þegar liðið þurfti að skila ítarlegri greinagerð um málið. "Við heltum okkur síðan aftur í vinnu eftir próflesturinn og 21. maí byrjuðum við að vinna í ræðunum. Ég var fyrsti ræðumaður míns liðs og reyndi að setja málið skýrt fram," segir Hrafnhildur og bætir því við flutningurinn hafi gengið mjög vel. Þrátt fyrir að hafa verið valin besti málflutningsmaður riðilsins segist Hrafnhildur ekki hafa verið betri en aðrir í íslenska liðinu. Úrslitin komu íslenska liðinu mikið á óvart enda í fyrsta skipti sem Ísland kemst í úrslit. "Við vorum ánægð að hafa náð í úrslit og höfðum ákveðið að fagna vel sama hvernig þau færu. Síðan fóru þau svona ótrúlega skemmtilega þannig að við erum auðvitað í skýjunum." Hrafnhildur vinnur þessa dagana að lokaritgerð sinni við lagadeildina ásamt því að starfa sem flugfreyja. Hún segir framhaldið þó óráðið. "Mér þykir lögmennska spennandi en eins hef ég mikinn áhuga á refsirétti og að vinna fyrir ákæruvaldið." Þau Ari Karlsson, Hervör Pálsdóttir, Heiða Björg Pálmadóttir, Sesselja Sigurðardóttir og Þórunn Pálína Jónsdóttir skipuðu íslenska liðið ásamt Hrafnhildi. Tilveran Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Þetta er alveg frábær tilfinning," segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir laganemi. Hrafnhildur bar sigur út bítum í Norrænu málflutningskeppninni ásamt félögum sínum úr Háskóla Íslands nú um helgina. Hún var einnig valin besti málflutningsmaður síns riðils sem verður að teljast góður árangur. Keppnin fór fram á sænsku, norsku og dönsku og talaði Hrafnhildur norsku í keppninni. Hún segist þó ekki vera altalandi á því tungumáli enda bjó hún þar aðeins um tveggja ár skeið í æsku."Ég á auðvelt með að lesa norsku en langar lögfræðilegar setningar geta vafist svolítið fyrir mér." Mikil vinna fór í undirbúning hjá íslenska liðinu en hann hófst strax í mars þegar liðið þurfti að skila ítarlegri greinagerð um málið. "Við heltum okkur síðan aftur í vinnu eftir próflesturinn og 21. maí byrjuðum við að vinna í ræðunum. Ég var fyrsti ræðumaður míns liðs og reyndi að setja málið skýrt fram," segir Hrafnhildur og bætir því við flutningurinn hafi gengið mjög vel. Þrátt fyrir að hafa verið valin besti málflutningsmaður riðilsins segist Hrafnhildur ekki hafa verið betri en aðrir í íslenska liðinu. Úrslitin komu íslenska liðinu mikið á óvart enda í fyrsta skipti sem Ísland kemst í úrslit. "Við vorum ánægð að hafa náð í úrslit og höfðum ákveðið að fagna vel sama hvernig þau færu. Síðan fóru þau svona ótrúlega skemmtilega þannig að við erum auðvitað í skýjunum." Hrafnhildur vinnur þessa dagana að lokaritgerð sinni við lagadeildina ásamt því að starfa sem flugfreyja. Hún segir framhaldið þó óráðið. "Mér þykir lögmennska spennandi en eins hef ég mikinn áhuga á refsirétti og að vinna fyrir ákæruvaldið." Þau Ari Karlsson, Hervör Pálsdóttir, Heiða Björg Pálmadóttir, Sesselja Sigurðardóttir og Þórunn Pálína Jónsdóttir skipuðu íslenska liðið ásamt Hrafnhildi.
Tilveran Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira