Menning

Sístreymistekjur

Sístreymistekjur eru tekjur fyrir verkefni sem gefa af sér arð löngu eftir að verkefni lýkur. Flestar tekjur byggjast á því að skipta á tíma og vinnuframlagi. Þegar við skiptum á tíma og vinnu okkar vinnum við til dæmis í einn mánuð og fáum svo greitt fyrir það framlag okkar, oftast um hver mánaðamót. Dæmi um sístreymitekjur er rithöfundur sem skrifar metsölubók. Í hvert skipti sem bókin er keypt fær höfundurinn sínar tekjur. Sama gildir um lagahöfunda, í hvert skipti sem lög þeirra eru leikin í útvarpi fá þeir tekjur. Sístreymistekjur geta því gefið bæði frelsi og ávinning.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×