Sjúk í dýr 14. júní 2004 00:01 "Ég er með algjöra dýradellu," segir Margrét, búfræðingur og yfirdýrahirðir Húsdýragarðsins. "Þannig hef ég alltaf verið. Ég fór reglulega í sveit til frændfólks míns sem barn og var þá alltaf að draga inn ketti, fá lánaða hunda og jarða fugla. Enginn skildi neitt í neinu. Sumir krakkar eru bara svona sjúkir í dýr." Margrét er alin upp í Hafnarfirði en í sveitinni kviknaði óbilandi áhugi hennar á dýrum. Hún hefur ekki skánað mikið. Í dag á hún einn kött, tvo hunda og níu hesta. Eitt barn og einn mann. Annar hundanna er sá eini sinnar tegundar á landinu. "Ég flutti Títlu inn frá Bandaríkjunum en hún er ógurlega skemmtilegur Parson Russell Terrier. Ég væri alveg til í að eiga fleiri dýr en ég þarf aðeins að reyna að hemja mig. Syni mínum þykir ekkert eðlilegra en að mamma vinni í dýragarði enda hafa dýrin verið sameiginlegt áhugamál hjá fjölskyldunni." Margrét útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólum fyrir tíu árum og hefur starfað sem dýrahirðir í Húsdýragarðinum síðan. "Skemmtilegast við þessa vinnu er fjölbreytnin. Ég sé um fóðurinnkaup, dýrakaup og skipulegg allt starf dýradeildar garðsins. Stundum sit ég inni á skrifstofu við að reikna eitthvað en þess á milli hleyp ég á eftir kindum. Ekki alls fyrir löngu þurfti ég til dæmis að stökkva til og hjálpa hreindýrskú að bera. Það hafa ábyggilega ekki margir gert áður, að minnsta kosti ekki ég. Nú er mjög skemmtilegur tími í Húsdýragarðinum og öllum burði lokið í bili." Eitt þeirra verkefna sem Margrét hefur umsjá með í garðinum nefnist Villt dýr í hremmingum. "Verkefnið gengur út á að leiðbeina fólki um villt dýr og taka á móti þeim sem þurfa aðstoð. Fólk hefur komið með munaðarlausa andarunga eða jafnvel þresti sem það hefur áhyggjur af. Stundum eru það bara saddir og fínir fuglar sem hafa sést hreyfingarlausir uppi í tré." Aðspurð um uppáhaldsdýrið sitt svarar Margrét að lokum; "Maður gerir ekki upp á milli barnanna sinna." Atvinna Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Ég er með algjöra dýradellu," segir Margrét, búfræðingur og yfirdýrahirðir Húsdýragarðsins. "Þannig hef ég alltaf verið. Ég fór reglulega í sveit til frændfólks míns sem barn og var þá alltaf að draga inn ketti, fá lánaða hunda og jarða fugla. Enginn skildi neitt í neinu. Sumir krakkar eru bara svona sjúkir í dýr." Margrét er alin upp í Hafnarfirði en í sveitinni kviknaði óbilandi áhugi hennar á dýrum. Hún hefur ekki skánað mikið. Í dag á hún einn kött, tvo hunda og níu hesta. Eitt barn og einn mann. Annar hundanna er sá eini sinnar tegundar á landinu. "Ég flutti Títlu inn frá Bandaríkjunum en hún er ógurlega skemmtilegur Parson Russell Terrier. Ég væri alveg til í að eiga fleiri dýr en ég þarf aðeins að reyna að hemja mig. Syni mínum þykir ekkert eðlilegra en að mamma vinni í dýragarði enda hafa dýrin verið sameiginlegt áhugamál hjá fjölskyldunni." Margrét útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólum fyrir tíu árum og hefur starfað sem dýrahirðir í Húsdýragarðinum síðan. "Skemmtilegast við þessa vinnu er fjölbreytnin. Ég sé um fóðurinnkaup, dýrakaup og skipulegg allt starf dýradeildar garðsins. Stundum sit ég inni á skrifstofu við að reikna eitthvað en þess á milli hleyp ég á eftir kindum. Ekki alls fyrir löngu þurfti ég til dæmis að stökkva til og hjálpa hreindýrskú að bera. Það hafa ábyggilega ekki margir gert áður, að minnsta kosti ekki ég. Nú er mjög skemmtilegur tími í Húsdýragarðinum og öllum burði lokið í bili." Eitt þeirra verkefna sem Margrét hefur umsjá með í garðinum nefnist Villt dýr í hremmingum. "Verkefnið gengur út á að leiðbeina fólki um villt dýr og taka á móti þeim sem þurfa aðstoð. Fólk hefur komið með munaðarlausa andarunga eða jafnvel þresti sem það hefur áhyggjur af. Stundum eru það bara saddir og fínir fuglar sem hafa sést hreyfingarlausir uppi í tré." Aðspurð um uppáhaldsdýrið sitt svarar Margrét að lokum; "Maður gerir ekki upp á milli barnanna sinna."
Atvinna Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira