Innlent

Hundrað milljónir á land

Guðmundur Einarsson ÍS frá Bolungarvík skilaði mestum verðmætum að landi af smábátum á síðasta ári. Aflaverðmætið var rétt tæpar 100 milljónir króna en þetta er sjötta árið í röð sem Guðmundur trónir á toppnum. "Ætli við séum ekki bara duglegri að fara á sjó en aðrir," segir Guðmundur Einarsson skipstjóri á nafna sínum. Hann er vanur sjósókn og velgengni því í 20 ár var hann í áhöfn gömlu Guggunnar sem jafnan gerði það gott á miðunum. "Ég fór fyrst á sjóinn um átta ára aldurinn og byrjaði af alvöru 15 ára," segir Guðmundur. Hann fór ekki á sjó í gær enda stefna á þeim bænum að taka því rólega í júlí og ágúst og vinna bara fimm daga vikunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×