Innlent

Hlutur KB í Baugi til sölu

22 prósenta hlutur KB banka í Baugi er til sölu, að því er Sigurður Einarsson stjórnarformaður bankans segir í viðtali við danska blaðið Berlingske Tidende. Hann segir að bankinn hafi eignast þennan hlut þegar Baugur var tekinn af markaði í Kauphöllinni, bankinn eigi engan mann í stjórn Baugs og komi ekki nálægt rekstrinum. Það sé markmið bankans að fjárfesta í óskráðum fyrirtækjum og selja bréfin að jafnaði innan þriggja ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×